The English Patient

Ég rakst á þennan lista í The Guardian í gær og er bara nokkuð sátt með hann. Jane Austen var með þrjár bækur í topp 20, hinar tvær voru Sense and Sensibility (auðvitað) og Persuasion sem kom nokkuð á óvart. Las Persuasion nýlega og verð ég að segja að hún er nú uppáhalds Jane Austen bókin mín, virkilega skemmtileg og vel skrifuð, plús er með eina bestu línu sem skrifuð hefur verið:

Mr. Shepherd: Women without children are the very best preservers of furniture.

Snilldin ein og ekki er myndin sem gerð var eftir verri, ein af bestu Austen myndunum. En það skemmtilegasta við þennan lista var að sjá The English Patient í sjötta sæti, gleður það mig virkilega mikið. Flestir þekkja bókina út af bíómyndinni en ef eitthvað er þá er bókin ennþá betri (ef það er hægt). Endilega ef að þið hafið tækifæri lesiði hana. Skemmtilegt er líka að segja frá að þetta var eina bókin á topp 20 listanum sem var skrifuð eftir 1960 (að ég held), það er mikið afrek. Michael Ondaatje er einstaklega hæfileikaríkur höfundur sem tekst að blanda saman flóknum söguþráðum sem spanna áratugi, en hann passar sig samt að ganga ekki of lang. Það sem hjálpar er að hann sinnir persónum bóka sinna mjög vel, það er ekki illa skrifaður karakter í allri bókinni. Ofan á allt saman er The English Patient klassa ástarsaga, sem er mjög mjög erfitt að finna.


mbl.is Fýkur yfir rómantíkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Jónsdóttir

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Mann- og þróunarfræðinemi við Háskólan í Edinborg.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband