Það var nú aldeilis mikið...

Það var kominn tími til og fyrr hefði nú mátt vera, jafnvel aðeins hærra (en verum bjartsýn og jákvæð yfir þessum breytingum). Ég er nemi á þriðja ári í Háskólanum í Edinborg. Þetta er frábær borg, námið er krefjandi en mjög skemmtilegt og fullt af áhugaverðu fólki. En einn er hængurinn: Hvernig á maður að geta notið þess þegar mánaðarlega fær maður hland fyrir hjartað, byrjunina af taugaáfalli og fyrirtíðarspennu? Vandamálið? Peningar. Má setja þetta stress í annað veldi þegar kemur að því að borga skólagjöldin. Til þess að sporna við þessum gríðarlega kostnaði vinn ég fulla vinnu með skóla.

Vil ég líka benda á að ein helsta ástæða þessa peningavandamála er sú einfalda staðreynd að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Vegna þessa er ég og aðrir í minni stöðu að borga margfalt meira heldur en samnemendurnir okkar, sem eru landfræðilega heppnir.

Til að auka þessi vandamál eru styrkir sem veittur er nemum við háskólann oftast eyrnamerktur nemum frá þessum sömu löndum og borga lægri gjöld þannig að við hin sitjum með sárt ennið og tóma vasa.

Ekki þarf að nefna alla þá kosti og tækifæri sem fylgja því að fara í nám erlendis. Ekki misskilja, ég er ekki að gagnrýna háskólanám á Íslandi. En í þessum fjölþjóðlega heimi er nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn og reyna nýja hluti og er háskólanám erlendis fullkomið tækifæri til að gera það í takmarkaðan tíma. Ég er afskaplega glöð með þessa þróun, en spurja má hvort að hún sé aðeins of sein? Hversu margir hafa óskað sér að fara í nám erlendis og hreinlega ekki komist vegna fjárhagslegra aðstæðna? Hversu margir sitja nú uppi með skuldir upp að augnlokum? Þetta eru ekkert annað heldur en átthagafjötrar. Er ekki alltaf verið að kvarta yfir því að háskólarnir heima séu að verða stútfullir? Af hverju ekki að gefa fleirum tækifæri til þess að upplifa eitthvað nýtt og er ég viss um að þessi reynsla eigi eftir að koma sér einstaklega vel þegar/ef fólk kýs að koma aftur á heimaslóðir.

En, eins og ég nefndi í fyrstu málsgrein: Vera jákvæð! Þetta er frábær þróun og gleðilegar fréttir fyrir alla þá sem stunda nám erlendis.


mbl.is Dregið úr tekjutengingu námslána hjá LÍN
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigríður Jónsdóttir

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Mann- og þróunarfræðinemi við Háskólan í Edinborg.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband