11.8.2007 | 15:26
The English Patient
Ég rakst á þennan lista í The Guardian í gær og er bara nokkuð sátt með hann. Jane Austen var með þrjár bækur í topp 20, hinar tvær voru Sense and Sensibility (auðvitað) og Persuasion sem kom nokkuð á óvart. Las Persuasion nýlega og verð ég að segja að hún er nú uppáhalds Jane Austen bókin mín, virkilega skemmtileg og vel skrifuð, plús er með eina bestu línu sem skrifuð hefur verið:
Mr. Shepherd: Women without children are the very best preservers of furniture.
Snilldin ein og ekki er myndin sem gerð var eftir verri, ein af bestu Austen myndunum. En það skemmtilegasta við þennan lista var að sjá The English Patient í sjötta sæti, gleður það mig virkilega mikið. Flestir þekkja bókina út af bíómyndinni en ef eitthvað er þá er bókin ennþá betri (ef það er hægt). Endilega ef að þið hafið tækifæri lesiði hana. Skemmtilegt er líka að segja frá að þetta var eina bókin á topp 20 listanum sem var skrifuð eftir 1960 (að ég held), það er mikið afrek. Michael Ondaatje er einstaklega hæfileikaríkur höfundur sem tekst að blanda saman flóknum söguþráðum sem spanna áratugi, en hann passar sig samt að ganga ekki of lang. Það sem hjálpar er að hann sinnir persónum bóka sinna mjög vel, það er ekki illa skrifaður karakter í allri bókinni. Ofan á allt saman er The English Patient klassa ástarsaga, sem er mjög mjög erfitt að finna.
Fýkur yfir rómantíkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2007 | 11:01
Það var nú aldeilis mikið...
Það var kominn tími til og fyrr hefði nú mátt vera, jafnvel aðeins hærra (en verum bjartsýn og jákvæð yfir þessum breytingum). Ég er nemi á þriðja ári í Háskólanum í Edinborg. Þetta er frábær borg, námið er krefjandi en mjög skemmtilegt og fullt af áhugaverðu fólki. En einn er hængurinn: Hvernig á maður að geta notið þess þegar mánaðarlega fær maður hland fyrir hjartað, byrjunina af taugaáfalli og fyrirtíðarspennu? Vandamálið? Peningar. Má setja þetta stress í annað veldi þegar kemur að því að borga skólagjöldin. Til þess að sporna við þessum gríðarlega kostnaði vinn ég fulla vinnu með skóla.
Vil ég líka benda á að ein helsta ástæða þessa peningavandamála er sú einfalda staðreynd að Ísland er ekki í Evrópusambandinu. Vegna þessa er ég og aðrir í minni stöðu að borga margfalt meira heldur en samnemendurnir okkar, sem eru landfræðilega heppnir.
Til að auka þessi vandamál eru styrkir sem veittur er nemum við háskólann oftast eyrnamerktur nemum frá þessum sömu löndum og borga lægri gjöld þannig að við hin sitjum með sárt ennið og tóma vasa.
Ekki þarf að nefna alla þá kosti og tækifæri sem fylgja því að fara í nám erlendis. Ekki misskilja, ég er ekki að gagnrýna háskólanám á Íslandi. En í þessum fjölþjóðlega heimi er nauðsynlegt að víkka sjóndeildarhringinn og reyna nýja hluti og er háskólanám erlendis fullkomið tækifæri til að gera það í takmarkaðan tíma. Ég er afskaplega glöð með þessa þróun, en spurja má hvort að hún sé aðeins of sein? Hversu margir hafa óskað sér að fara í nám erlendis og hreinlega ekki komist vegna fjárhagslegra aðstæðna? Hversu margir sitja nú uppi með skuldir upp að augnlokum? Þetta eru ekkert annað heldur en átthagafjötrar. Er ekki alltaf verið að kvarta yfir því að háskólarnir heima séu að verða stútfullir? Af hverju ekki að gefa fleirum tækifæri til þess að upplifa eitthvað nýtt og er ég viss um að þessi reynsla eigi eftir að koma sér einstaklega vel þegar/ef fólk kýs að koma aftur á heimaslóðir.
En, eins og ég nefndi í fyrstu málsgrein: Vera jákvæð! Þetta er frábær þróun og gleðilegar fréttir fyrir alla þá sem stunda nám erlendis.
Dregið úr tekjutengingu námslána hjá LÍN | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigríður Jónsdóttir
Tenglar
Annad
Hitt og tetta úr heiminum
- Li Po Chun United World College Gamli skólinn minn
Leiklist og thróunarverkefni
Upplýsingar um hugtakid thróunaradstod og hvernig leiklist er notud í tví sambandi
- Java Arts
- Epic Arts
- Cambodia Living Arts
- Khmer Arts Academy
- Sovanna Phum Theatre Leiklistarsamtok í Phom Penh
- Dance: The Spirit of Cambodia Mjog áhugavert dansverkefni og fullt af odrum upplysingum
- Theatre for Development Útskýring á hugtakinu
- Leiklist og thróunaradstod Svipud grein og ad ofan
- Grein frá UNICEF Orlítil grein
Kambódía
Allskonar upplýsingar um Kambódíu
- Bophana Heimildasafn um Kambódíu
- The Cambodian Genocide Program Samtok í Yale University
- Grein úr The Statesman Grein um lífid í Kambódíu eftir Khmer Rouge
- Grunnupplýsingar Grein á Wikipedia
- Amrita Performing Arts Samtokin sem ég vinn med
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar