Fákurinn fagri.

Fákurinn fagri.Í dag, sídasta daginn minn í Kambódíu, mannadi ég mig upp í ad leigja mér skellinodru. Trúid mér, hún leit ekki neitt út eins og myndin sem tid sjáid med tessu bloggi. Eldgamalt skran med brotid afturljós og fallegar rispur á hlidunum. En tad skipti reyndar ekki neinu máli: Tetta var frábaer dagur, sérstaklega tegar ég fattadi ad ég er farin ad tekkja borgina nokkud vel, týndist bara tvisvar. Eftir frekar asnalega byrjun, vissi varla hvar ég átti ad kveikja á tólinu, var ég algjor vegadrottning, tókst meira ad segja ad setja alveg í fjórda gír einu sinni. Ekki sleamt midad vid ad tad eru naerri fjogur ár sídan ég keyrdi svona apparat sídast. Tók mig reyndar nokkra klukkutíma ad fatta almennilega hvernig átti ad skipta um gír, en tad var allt í lagi, var mjog sátt ad keyra á 20 (reyndar var mjog erfitt ad finna hvad ég var ad fara hratt tví ad hradamaelirinn var biladur líka). Kostadi litla 3 dollara ad leigja í heilan dag (plús um 5 dollara fyrir bensín). Vegirnir hérna í Phnom Penh eru algjor martrod, allir ad fara í allar áttir og mjog sjaldan sem fólk fer eftir skiltum/ljósum/eda hreinlega hvort ad einhver sé fyrir teim. Hérna er flautan notud sem oruggisteaki, í stadinn fyrir ad haega á sér á vegamótum tá flautar fólk stuttlega og gefur svo í. En tetta heppnadist alveg eins og í sogu, fyrir utan ad ég klessti smá utan í en tad sást ekki á hjólinu tar sem tad voru rispur út um allt. Ofan á tetta allt saman spurdu fólkid á leigunni ekki einu sinni um okuskírteini, bara vegabréf. Teim var greinilega alveg sama á medan ég borgadi. Tad eru meira ad segja nokkrir baejir á sudurstrondinni sem hafa bannad tad ad leigja túristum hjól tví ad tad var svo mikid um slys, held ad tad sé gód hugmynd. Allaveganna ad hafa meiri reglu á tessu ollu saman.

Phnom Penh er alveg einstok borg og er tad meira en víst ad ég mun heimsaekja hana aftur eins fljótt og haegt er. Fólkid frabaert, maturinn stórkostlegur, vedrid gott....gaeti bara ekki verid betra. En tví midur er tessu lokid í bili en ég fae smá gladning í lok tessarar miklu ferdar: Fae ad eyda heilum degi í Hong Kong. Fór í skóla tar í tvo ár 2002-2004 (Li Po Chun United World College) tannig ad ég get hitt gamla vini, skodad borgina og heimsótt gamla skólann minn. Gaeti varla bedid um betri lok á tessum mánudi.

En ég mun halda áfram ad skrifa tetta blogg trátt fyrir ad ég verdi ekki í Kambódíu, nóg er um ad tala um tetta ótrúlega land.

Lokakvedja frá Kambódíu!


Sovanna Phum og Bophana

Shadow puppetry Í fjórda og sídasta sinn fór ég á sýningu hjá Sovanna Phum, skrýtid ad tetta sé alveg ad verda búid. Og eins og alltaf var alveg svakalega gaman, en tetta kvold var sérstakt. Fullt hús, eins og vanalega (sem er mjog gott, veitir ekki af peningunum) og allir spenntir fyrir sýningunni. Tad skemmtilega vid leiksvidid og stadinn sjálfan er ad varla er haegt ad kalla tetta leikhús í hinum vestraena skilningi tar sem tad eina sem adskilur svidid og áhorfendasaetin frá gotunni er há girding og tak, engir veggir. En tad gerir upplifunina bara enntá skemmtilegri, gotuhljódin blandast skemmtilega vid tónlistina og songinn.

Yfirleitt er sýningin um klukkutími og eru sýningarnar alltaf í haesta gaedaflokki, vandadar og vel skipulagdar. En á fostudaginn kom svolítid óvaent uppá: tad byrjadi ad rigna. Vill benda á ad ég er ekki ad tala um smá dropa heldur algjora dembu plús rok, í midri sýningu. Fyrir utan fyrstu augnablikin tegar ég hélt hreinlega ad húsid myndi hrynja í kringum okkur og tónlistarmennirnir hverfa í bylnum tá gerdi tetta sýninguna enntá betri. Ekki bara vegna tess hversu ótrúlegt andrúmloftid var og hvernig rigningin (eins og gotuhljódin) gerdu sýninguna bara betri, heldur vegna tess hversu fljótt og vel umsjónamenn sýningarinnar reddudu hlutunum. Á fimm mínútum voru teir búnir ad skutla tónlistarmonnunum upp á svid, faera allar skellinodrurnar á bílasteadinu og hengja upp plast varnir á svidinu svo ad tad myndi ekki leka á svidid. Tetta eru alvoru listamenn: sem láta ekkert stoppa sig tegar sýningin er byrjud. Ofan á allt tetta sá ekki á donsurunum, teir donsudu af lífi og sál og létu tetta ekki á sig fá. Frábaert.

Á laugardaginn gerdist ég sek um ad fara ad versla, eitthvad sem ég hef reynt ad fordast hingad til. Hef alltaf verid meira fyrir upplifanir sem tengjast ekki tví ad kaupa nýjan bol, en tad góda vid Phnom Penh er ad tad eitt ad fara versla er upplifun út af fyrir sig. Markadirnir hérna eru fjolmargir og allir ólíkir. En uppáhaldid verdur ad vera rússneski markadurinn (Psah Tuol Tom Puong). Hann má finna í hjarta borgarinnar og tar er heagt ad kaupa allt! Já, ég meina tad allt. Húsgogn, fot, geisladiska, skraut, kort og ég veit ekki hvad og hvad. Í midjunni er sídan stadur til tess ad borda, heagt er ad láta sauma á sig fot, kaupa í matinn og (mitt uppáhald) nóg af bílaskrani og varahlutum til ad opna 10 verkstaedi, hugsa alltaf um pabba tegar ég sé svona, held ad hann hefdi mikid gaman af. Keypti svona hitt og tetta s.s. póstkort, prjóna (til ad borda med), nokkrar bíómyndir (audvitad) og kort af Phnom Penh (naudsynlegt).

Seinna tennan dag eyddi ég sídan tremur tímum í Bophana, mikil uppgotvun sem ég vildi ad ég hefdi vitad af fyrr í ferdinni. Tessi mistod hefur tad ad markmidi ad safna saman eins morgum vídeóklippum, sjónvarpstáttum og heimildarmyndum um Kamódíú og haegt er. Midstodin opnadi í desember 2006 og nú tegar er alveg urmull af klippum sem skemmtilegt er ad skoda, frá 1920 til dagsins í dag. Áhugaverdast var ad sjá klippurnar frá borgarastyrjoldinni, tvílíkt og annad eins: 12 ára born med rifla, fólk í fangabúdum og sveltandi almúginn. Meali sterklega med vefsídunni sem ég mun setja upp rétt í tessu.

En nú er tessari stórferd ad verda lokid, ég bara trúi tví ekki. Tetta er búid ad vera alltof stutt. Ég lofa nú samt ad skrifa eina fearslu í vidbót ádur en ég fer, tannig ad tessu er ekki alveg lokid.

 


Duch

DuchÓtal greinar, baekur og rigerdir hafa verid skrifadar um Khmer Rouge, margar hverjar alveg einstaklega gódar. Tad lídur varla sá dagur ad Cambodia Daily, eitt helsta dagbladid í Kambódíu, sé ekki med grein sem tengist Khmer Rouge á einhvern átt, sérstaklega núna tegar réttarholdin yfir Duch og odrum medlimum eru komin af stad. Sérstakur dómstóll var settur sérstaklega til ad reada mál sem tengjast Khmer Rouge árunum, en audvitad er alltaf sagt í hinu ordinu ad hann hafi verid stofnadur of seint. Margir teir sem voru í valdastodum hafa dáid, adrir horfid og enn adrir verda mogulega aldrei daemdir. En fyrsta skrefid hefur verid tekid med málinu gegn Duch, hinum alreamda yfirmanni S-21 eda Tuol Sleng, sem ég hef talad um ádur.

Hann hefur lengi vel verid andlit Khmer Rouge, sérstaklega eftir ad Pol Pot lést. S-21 var svo ógurlegt, svo hrikalegt ad fólk trúir varla enn tví sem gerdist á teim stad. En tad ótrúlegasta vid tetta allt saman er mogulega saga Duch. Frá um 1980 til 1999 var Duch týndur, gjorsamlega horfinn. Jordin virtist hafa gleypt hann og margir héldu ad hann hefdi annad hvort flúid land eda var daudur. En svo var sko aldeilis ekki. Árid 1999 fann Nic Dunlop Duch í kambódsku torpi, og skrifadi hann um tessa reynslu í The Lost Executioner: A Story of the Khmer Rouge, hreint út sagt alveg frábaer bók sem allir turfa ad lesa. Eftir ad hann fanst Duch fangelsadur í sjo ár tangad til hann var loksins faerdur fyrir framan dómstóla, tetta var alltof langur tími, hreadilegt fyrir alla ta sem misstu aettingja í S-21. Ofan á allt saman kom tad sídan í ljós ad Duch hafdi unnid, undir dulnefni, fyrir amerísk hjálparsamtok á landamaerum Tealands. Súrrealisminn er hreint út sagt ótrúlegur.

Ég fagna tví ad loksins, loksins virdist eitthvad vera gerast í tessum málum en á sama tíma virdist tetta vera alltof seint. Dagurinn í dag var ekkert odruvísi heldur en allir hinir dagarnir, fólk hefur hreinlega gefist upp, og er haett ad vonast eftir tví ad ríkisstjórnin hjálpi tví. Tessu verdur ad breyta.


mbl.is Liđsmađur Rauđu Kmeranna ákćrđur fyrir glćpi gegn mannkyninu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Khmer Arts Academy

Listalífid hér í Phnom Penh er hreint út sagt ótrúlegt. Hefdi ekki trúad tví fyrr en ég sá tad sjálf en tad er alltaf eitthvad nýtt og spennandi ad gerast. Opnun á listasýningum, fyrirlestrar og allskonar danssýningar. Og á laugardaginn voru morg met slegin í minni bók, og er tad frekar erfitt ef eitthvad er.

Ég fór á leiksýningu sem Khmer Arts Academy (vefsíduna má sjá á tessari sídu) setti saman sem kallad var Spirit House. Tetta var samvinnuverkefni milli sjónlistamanna og danshóps Khmer Arts. Tad er varla haegt ad kalla tetta sýningu, tad er of lítid ord, tetta var meira eins og listapartí. Maett var klukkan 4 og lauk tessu ollu saman klukkan 730 ad kvoldi til. Fyrst gatum vid skodad listaverk sem voru á vid og dreyf um svaedid, sídan sesst og horft á klukkutíma danssýningu og sídan var bodid upp á mat og drykk, verdur varla betra.

Tad besta vid tetta allt saman var svaedid sjálft. Upprunalega byggt sem hugleidslumistod fyrir tá sem hallast ad búddatrú en fyrir ári sídan var tad tekid í notkun sem aefingasvaedi og hofudstodvar fyrir Khmer Arts. Tad er varla haegt ad lýsa tessu, var hreinlega ótrúlegt. Fyrst af ollu var yfirbyggt dansgólf tar sem áhorfendur sátu allt í kring og útskornar styttur umkringdu alla bygginguna. Í bakgrunninum eru sídan fjórar risastórar styttur af gydjum og gudum. Ad sitja tarna, úti, vid sólsetur í tessu umhverfi var mikil upplifun, eitthvad sem mun orugglega aldrei endurtaka sig. Myndir munu koma eins fljótt og audid er, ég get bara ekki lýst tessu nógu vel, vantar hreinlega ord yfir tetta.

En ég lét mér tetta ekki neagja, eyddi midvikudeginum og fimmtudeginum ad horfa á aefingar hjá Khmer Arts. Dansararnir, allt konur, maeta á svaedid klukkan 8 á morgnana (ég adeins sídar) og donsudu stanslaust til 11. Maeta sídan aftur klukkan 2 eftir hádegi og dansa til 4. Tetta er full vinna, og hreint út sagt ótrúlegt hversu haefileikaríkar tessar konur eru. Ég sat tarna alveg agndofa allan tímann, tad er ekkert verid ad slaka á tótt ad tetta séu aefingar, tad er allt sett í botn. Komst sídan ad tví sídar ad tetta voru fyrstu aefingarnar teirra á tessu verki, hofdu reyndar dansad tad ádur (fyrir um sex mánudum). Ég get sko sagt ykkur ad ég hélt ad taer hofdu verid ad dansa tetta verk stanslaust í mánudi. Eitt af tví ótrúlegasta vid Khmer Arts er ad í tessum samtokum eru tvaer konur sem voru taer fyrstu til ad útskrifast frá Royal University of Fine Arts eftir ad Khmer Rouge var steypt af stóli, tear voru í sjo manna hópi og eru taer einu sem dansa enn í dag, ein sem kennari og ein tekur tátt í sýningum. Á milli teirra er meira en 40 ára reynsla af dansi og er hún algjorlega ómetanleg, tetta er akkúrat tad sem tarf ad gerast hér í Kambódíu til ad styrkja og endurbyggja danshefdir landsins: Haefileikaríkt fólk sem tekur virkan tátt í ad tjálfa sá sem yngri eru.

Hef verid ad spjalla mikid vid allskonar fólk um hvernig danstjálfunin fer fram og flestir byrja í kringum tíu ára aldurinn og aefa stodugt, jafnvel tá. Morg hafa líka sagt mér ad fyrstu 3 árin séu tau erfidustu tar sem tau turfa ad aefa hreifingar sem eru mjog sérstakar og einstaklega erfidar t.d. ad beygja puttana eins langt aftur á handabak eins og mogulega haegt er. Ekki skrýtid ad tau séu svona haefileikarík, aefingin skapar greinilega meistarann.

Fyrir utan allt tetta gengur súrrealíska lífid hér í borginni sinn vanagang. Ótrúlegt hvad madur getur séd á gotum borgarinnar. T.d. var ég í dag ad bída á gotuljósum og sá mann á mótorhjóli skrensa svo harkalega ad hann skaust af hjólinu. Sá fyrir mér stórslys, allaveganna mannfjolda koma og hjálpa manninum. Tad var ekki svo dramatískt, langt í frá. Madurinn stód bara upp, hló med sjálfum sér og skellti sér aftur upp á hjólid (var ekki einu sinni med hjálm). Er ekki einu sinni viss um ad fólk hafi tekid eftir honum. Mótorhjólaslys og onnur umferdaslys eru mikid vandamál í Kambódíu. Tad er engin ein ástaeda heldur fjolmargar: lítil hjálmanotkun, oryggisbelti ekki notud, fólk tredur sér inn í bíla og ég hef séd heilu fjolskyldurnar á lítilli skellinodru, tar á medal lítil born. Ekki hjálpa sídan hormulegu vegirnir. Tad er margt sem madur lítur á sem sjálfsagdan hlut, kannski of audveldlega.

Deginum í dag var eytt í vidtol og fór sídan aftur á sýningu hjá Sovanna Phum, en tad mun ég segja frá sídar. Dagurinn hefur verid langur.


Hid daglega amstur.

Á laugardaginn turfti tvennt ad gerast, helst fyrir hádegi. Ég trufti naudsynlega ad finna út hvernig í óskopunum ég átti ad finna millistykki fyrir myndavélina mína, audvitad fattadi ég ekki ad kaupa svoleidis ádur en ég fór, og turfti ad redda mér simkorti fyrir símann minn. Einhvern veginn hélt ég ad verkefni númer tvo yrdi erfidara, svo var sko aldeilis ekki.

Tetta byrjadi allt snemma morguns. Á tessum tíma árs í Kambódíu er rigningartímabilid og bjóst ég vid helli rigningu alla daga, langt í frá. Med tveggja daga milli bili eru horkuskúrir, en ekki meira og oftast eru teir eftir hádegi og oftast eru teir bara hressandi, lífga upp á allt og hreinsa loftid. En á laugardagsmorguninn vaknadi ég vid furdulega dynki og var ég nokkud viss um ad tad hlaut ad vera loftraestikerfid, er ekki beint á silent. Lá upp í rúmi í nokkrar mínútur en fannst sídan tetta hljód vera ansi furdulegt, steig framúr rúminu og beint í poll. Tad hafdi lekid hressilega á gólfid og rennbleytt allt, tar á medal baekur sem ég hafdi skilid eftir og buxurnar mínar. Tad tók mig hálftíma ad moppa tetta allt upp, turfti fjogur stór handklaedi og mikla tolinmaedi. Tarf varla ad greina frá tví ad tad var hellirigning úti, alveg grenjandi.

Og ég var á leidinni út í tetta óvedur ad leita ad rafmagnstaeki. Eftir mjog hjálplegar leidbeiningar frá starfsfólkinu á hótelinu arkadi ég af stad í sondulunum mínum med regnhlíf ad vopni. Hálftíma seinna fann ég loksins stad sem var líklegur og var ég tá ordin rennblaut upp ad hnjám, oft turfti ég ad vada yfir gotur sem voru uppfullar af vatni. Ég spurdi hvort ad tau aettu millistykki fyrir myndavélina mína og komst ég tá ad tví ad ég TURFTI EKKI MILLISTYKKI! Tarf virkilega ad fara koma mér inn í tessa taeknivaedingu, veit ekkert hvad ég er ad gera. En sé sko aldeilis ekki eftir tví ad hafa eytt tessum laugardagsmorgni í rigningargongutúr, get hugsad mér fjolmarga verri hluti.

Fyrir utan tad er lífid hér í Phnom Penh algjorlega yndislegt og yfirleitt ekki svona dramatískt. Fólkid er frábaert og hjálplegt, maturinn stórkostlegur (Khmer, taelenskur, vestreann, kínverskur....) og allt í ódýrari kanntinum. Get fengid frábaera máltíd fyrir um 2 dollara og eitt stykki bjór fyrir 1 dollara, ekki sleamt. Tad eina sem ég hef átt erfitt med hér í borg er ad rata, og tel ég mig vera nokkud góda í teirri deild. Fáar gotur hér eru merktar og eru allar í einni kássu, tad týdir ekkert ad sýna bílstjórum eda neinum odrum kort tví ad íbúarnir hér hugsa hreinlega ekki tannig. Sem betur fer er fraeg matvoruverslun rétt hjá hótelinu mínu tannig ad ég get alltaf endurtekid: Lucky Market! Lucky Market! Tad hjálpar.

Ákvad í gaer í fyrsta skipti ad labba í baejinn, tek oftast mótorhjól (reyndar líkist meira skellinodrum). Var mjog sátt med mig tegar ég lagdi af stad, ekki svo tegar ég var hálfnud. Kannski ekki snidugt ad halda af stad klukkan 11 tegar heitasti tími dagsins er ad skella á. Tegar ég var hálfnud var ég svo heppin ad vera naerri bókabúd sem ég vissi ad vaeri loftkeald, ég hef sjaldan verid eins glod ad koma inn í búd. En tegar ég hugsa um tad núna voru tad mogulega mistok ad fara tangad inn tví ad ég labbadi út med nýja eintakid af Harry Potter sem kostadi mig 35 dollara! Hefdi getad lifad á tessum peningum í marga daga, vesen. Búin med um 400 bls, klára hana í dag. Peningaplokk er tetta, bara gat ekki hugsad mér ad heyra endirinn frá einhverjum odrum, og mér er meira segja sama hvad gerist. Seinni parturinn af gongutúrnum var ekkert betri, tad var svo svakalega heitt. Var svo glod tegar ég dreif loksins inn á FCC (Foreign Correspondence Club) og ég sver ad ég var tar inni í fjóra tíma, hreinlega gat ekki meir. En tad jákvaeda er ad svona gonguferdir opna fyrir manni nýjan heim, sem ekki er haegt ad sjá frá adalumferdaraedunum. Falleg hús, nýtt fólk og fjolmorg myndataekifaeri. Trátt fyrir óbaerilega hitann tá aetla ég ad gera tetta aftur fljótlega, bara ekki á milli 11 og 2, tad er ég búin ad laera.


Preah Suramarit National Theatre

Preah Suramarit leikhúsidMikil sorgarsaga umlykur tessa einstoku byggingu. Leikhúsid var byggt árid 1968 af hinum virta Vann Molyvann (einum helsta arkitekt Kambódíu). Fram ad borgarastyrjoldinni var byggingin í stoguri notkun og var einn helsti midpunktur menningarstarfs í landinu um árabil, einnig heimsóttu tad fjolmargir altjódlegir gestir svo sem Jackie Kennedy. Eftir borgarastyrjoldina var leikhúsid notadur sem midstod fyrir alla tá listamenn sem hofdu turft ad fara í felur og unnu tar ad tví ad endurbyggja listamenningu Kambódíu frá grunni.

En í febrúar 1994 brann tad til kaldra kola vegna vinnuslyss (tó ad sumir halda tví fram ad tad hafi verid samsaeri). 13 árum seinna er tad enntá í hormulegu standi. Tad var svakalegt ad labba up tessar brunarústir og sjá skadan sem eldurinn olli. Tríhyrnda takid sem á sést á tessari mynd brádnadi og féll saman ofan á midjan leiksalinn. Verd ad koma myndum upp fljótlega til ad sýna ykkur tetta. Tad ótrúlegasta er ad tad er enntá notad af tjódleihúshópnum fyrir eafingar, tad er hreinlega enginn annar stadur sem tau geta aeft. Buid er ad byggja orlítid herbergi, taklaust, bakvid adalsvidid og tar aefa tau í steikjandi hita. Skrifstofurnar eru lítid meira heldur en litlar kompur og deildin sem tekst á vid nútímaleiklist er í timburkofum.

Kaldhaednislegasta af tessu ollu er ad á móti byggingunni hefur risid risastór og glaesileg bygging sem hýsir trúarbragdaráduneytid, og bakvid tad hefur risid enn staerra spilavíti sem hefur orugglega kostad 10 sinnum meiri pening heldur en ad láta laga leikhúsid. Tessi kaldhaedni virdist hafa farid framhjá morgun. En árid 2005, tíu ár eftir brunan, var loksins ákvedid ad byggja nýtt leikhús og er tad í vinnslu núna. Tví midur tídir tad ad gamla leikhúsid verdur rifid, ég er mjog fegin ad hafa haft tann heidur ad geta séd tad ádur en tad hverfur ad eilífu.

Fyrir utan tetta allt saman er alveg brjálaedislega heitt í Phnom Penh tessa dagana, meira heldur en hefur verid. Tókst ad brenna alveg skuggalega í fyrradag, plús frekar pirrandi ad geta ekki notad sólgleraugu, en ég hef lifad af hingad til. Er enntá jafn hissa ad labba um borgina, hún er svo ótrúlega lifandi, allt á fullu (byrjar klukkan sex á morgnana og heldur áfram fram á blánóttina). Hef ad mestu notad tuk-tuk hingad til en er núna farin ad nota mótorhjólin meira, er ódýrari. Mikid er tad nú gott ad sitja aftan á tessum hjólum og láta vindinn leika um sig, miklu betri en hverskonar loftkaeling. Nú er komin tími til ad heatta tessu í bili en naest aetla ég ad reyna ad skrifa um markadina hér og listasýningu sem ég fór á í gaer, alveg magnad verd ég ad segja.


Sovanna Phum og Tuol Sleng

Fangar í Tuol Sleng (S-21)Á laugardaginn sídasta ákvad ég ad ég yrdi ad fara í Tuol Sleng, tad gat bara ekki bedid lengur. Eftir ad hafa lesid ótal baekur um tennan hryllilega stad vard ég ad komast tangad. Ég hélt ad ég vaeri tilbúin, eins tilbúin eins og  haegt er ad vera. Svakalega hafdi ég rangt fyrir mér.

Sagan á bakvid S-21 (eins og tad er einnig kallad, sem stendur fyrir Security Prison 21) er en hraedilegasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt. Frá stofnun tess árid 1975 til 1979 tegar Víetnam rédst inn í landid létust 20000 manns á tessum stad, sem var upprunalega grunnskóli. Af ollum tessum mannfjolda komust adeins 7 af. Allir voru drepnir: Born, fullordnir, eldri borgarar. Tau voru oll sokud um ad vera njósnarar og óvinir Ankar (Khmer Rouge ríkid). Flest af teim sem voru drepnir voru frá Kambódíu en einnig var stór hópur frá Víetnam og nokkrir Vesturlandabúar.

 Fangelsid (sem núna er safn) stendur í midjum baenum, umkringt gaddavír og stórum vegg. Tad fyrsta sem sló mig er hversu óhuggnarlega hljótt var tar inni, svo virtist sem enginn gat hugsad sér ad tala, ég gat tad allaveganna ekki. Virdingu verdur ad bera fyrir svona stodum og voru skilti út um allt sem bonnudu hlátur og óvideigandi hegdun. Svaedid samanstendur af fjórum adalbyggingum (kalladar A B C D) og skrifstofubyggingu í midjunni. Trátt fyrir allt sem ég hef lesid um tad kom mér tad samt grídarlega á óvart hversu stórt tetta allt saman er. A-D byggingarnar eru allar á trem haedum, og hver ein og einasta haed voru notadar fyrir fanga. Teim var trodid inn í hverja einustu holu, oft tugum saman í hvert herbergi.

Hver sem er gat átt á haettu ad vera handtekinn, jafnvel ungaborn. Tad virdist hafa ekki verid nein rod eda regla a tessu ollu saman, fyrir utan eitt: Tad var tekin mynd af hverjum einasta fanga tegar hann kom inn í fangelsid, og mjog oft myndir af teim tegar tau voru látin (til ad sanna ad teim hafdi verid eitt). Khmer Rouge skildi eftir sig alveg heilt bókasafn af sonnunargogum um hryllingin sem teir fromdu. Margar af tessum myndum, eins og sjá má ad ofan, eru svakalegar. Oft er augljost ad fangarnir hafi verid barnir og pyntadir, margir eru einnig vannaerdir. En tad sem ég mun alltaf muna eftir eru augun á fongunum. Tau virdast vera svo tóm, margir eru stjarfir af hreadslu og sársaukinn skín út úr hverjum og einum, sérstaklega bornunum.

Ekki er skrítid ad tau hafi verid hraedd. Fangarnir sveltir, pyntadir og sídan ad lokum drepnir. Pyntingaradferdirnar voru hverri verri t.d. voru teir hengdir upp á hondunum á leikvellinum og gefid rafmagnsstraum. Og á medan tetta var gert máttu teir ekki gefa frá sér eitt hljód, tá yrdi medferdin verri. Kvennaklefarnir voru pínulitlir, varla nóg til ad standa uppréttur í, hreinlaetid var í lágmarki og maturinn skammtadur í orlitlu magni.  Eftir ad fangarnir voru drepnir var líkunum hent í fjoldagrafir, sú fraegasta er kollud The Killing Fields og er rétt fyrir utan Phnom Phen, á eftir ad fara tangad.

En af ollum herbergjunum, og voru tau morg alveg aegirleg, voru nokkur sem standa upp úr í hreinlum hryllingi. Tegar Khmer Rouge gerdi sér grein fyrir tví ad strídinu vaeri tapad gerdu teir sér lítid fyrri og drápu alla tá sem eftir voru og skildu tá eftir. Tegar Víetnomsku hermennirnir komu inn í fangelsid trúdu teir ekki sínum eigin augum. Í A byggingunni mátti enn sjá líkin, illa brunnin og augljóslega pyntud, bundin fost vid járnrúm. Enn má sjá tessi rúm, med myndum af líkunum fyrir ofan hvert og eitt. Átti bágt med mig ad labba tarna í gegn, algjor hryllingur.

Audvitad má samt ekki gleyma ad tad er ekki allt í volaedi hérna, trátt fyrir hormulega fortíd. Daginn ádur en ég fór í Tuol Sleng, á fostudaginn sídasta, fór ég og heimsótti Sovanna Phum leikhúsid (endilega heimsaekid vefsídunna). Sem er eitt af fáu sjálfstaedu leikhúsunum hér í borg. Fyrir einungis 5 dollara sá ég klukkutíma sýningu sem samansett var af 8 mismunandi donsum á alveg stórkostlegum stad. Leikhúsid er kannski fátaeklegt ad sjá en hefur samt mikinn karakter. Eftir tíu ára starfsemi vinna nú 11 listamenn fulla vinnu vid leikhúsid, sem er ótrúlegt afreki og mikid taekifaeri fyrir listamenn sem eiga stundum mjog erfitt ad fá vinnu. En tad skemmtilegasta af ollu saman voru oll bornin sem komu á sýninguna, fyrstu tvaer radirnar voru uppfullar af bornum á aldrinum 3-6 ára og skemmtu tau sér konunglega, sungu og donsudu med. Leikhúsid er med tvaer sýningar á viku og er tad meira en víst ad ég mun heimsaekja tad aftur ádur en ég fer.

Held ad tetta sé nú bara gott í bili, en í naestu faerslu mun ég fjalla um Tjódleikhús Kambódíu og brunann sem vard tví ad brád.


Út um vídan vang

Kambódískur dansariGódan daginn gott fólk.

 Sídustu dagarnir hafa verid teknir á hlaupum skal ég ykkur segja. Hefdi skrifad miklu fyrr en svona er tetta bara (plús hefur rafmagnid átt tad til ad slá út á óheppilegustu tímum). En byrjum á byrjuninni.

 Markmid tessarar ferdar er ad vinna rannsóknarvinnu fyrir lokaritgerdina mína í Háskólanum í Edinborg. Verkefnid felst í tví ad kanna hvernig haegt er ad nota hvers kins listir, t.d. dans og leiklist, í tróunarverkefnum. Tessu má skipta í tvennt, sérstaklega tegar kemur ad Kambódíu.

1) Sjá hvernig gomul listform eru endurlífgud, og í Kambódíu hreinlega bjargad tar sem um 90% af ollum listamonnum voru drepnir af Khmer Rouge.

2) Hvernig leiklist er notud til ad midla upplýsingum, s.s. um HIV og haettunum sem fylgja vaendi.

 Stundum er einnig haegt ad nota tessar tvaer hugmyndir saman, en tad getur verid adeins flóknara. Ef ad tid viljid lesa um tessar hugmyndir endilega tékkidi á tenglunum eda lesid Theatre for Development eftir Kees Epskamp, alveg frábaer lesning.

 Tannig ad daginn eftir ad ég lenti í Phnom Penh vaknadi ég fyrir allar aldir, klukkan sex eftir mjog lítinn svefn, til tess ad fara og horfa á lokaverkefni nemanda í listaháskólanum hér í Phnom Penh. Klukkan hálf sjo staulast ég upp í Tuk-Tuk (mótorhjól med áfostum vagni, mjog snidugt) og bruna af stad. Var búin ad ímynda mér ad tetta yrdi á baejarmorkunum. Rétt var tad ad háskólinn var fyrir utan baejin en enginn var búin ad segja mér hvernig vegurinn var tangad. Ómalbikadur og uppfullur af holum. Tarna sat ég klukkan hálf sjo daginn eftir ad ég hafid farid í gegnum fjóra flugvelli í tveimur heimsálfum (Edinborg - Amsterdam - Hong Kong - Phom Penh) og hossadist fram og til baka, hélt á einum tímapunkti ad ég myndi hreinlega fljúga út úr vagningum. Tessa leid fór ég sex sinnum á dag í tvo daga. En vitidi hvad, tad var algjorlega tess virdi.

 Allir nemendur á lokaári í skólanum turfa ad setja á svid lokaverkefni, fyrir framan fjolskyldu og alla kennarana. Ég mun setja upp myndir um leid og ég get en ég get sagt ykkur ad ástandid á leikhúsinu var ekki tad besta. Ógurlega heitt, lítil loftraesting og lélegur hljómburdur. En tau stódu sig eins og hetjur, oll saman. Mest var tetta dans í hinum ýmsu formum, en sídan voru tvo leikrit (eitt um barnaverndarlog og líf baenda). Kambódísk danshefd er alveg einstaklega falleg og enntá erfidari, hver ein og einasta hreifing er skipulogd fyrirfram og verdur ad vera sýnd á sérstakan hátt. Tau verda ad labba eftir fostum reglum og jafnvel hreifa puttana á vissum tímum. Eins og sjá má á myndinni eru búningarnir svakalega fallegir, og líka mjog tungir.

 En tad sem mér fannst sérstaklega skemmtilegt var ad born og unglingar á ollum aldri tóku líka tátt sem dansarar í smaerri hlutverkum, og tá sérstaklega í sirkusnum (tid sjáid á myndunum sídar hverstu ótrúlegt var ad sjá tad). Einnig var mér ofarlega í huga allan tímann hversu náleagt Kambódía og íbúar hennar komust ad tví ad missa tetta allt saman. Tad mátti alltof litlu muna ad oll tessi listform hefdu hreinlega týnst ad eylífu, svoleidist má hreinlega ekki gerast í neinum menningar heimi.

 Sídustu tvo daga hef ég tekid tví afskaplega rólega fyrir utan tvennt: fór í leikhús sem heitir Sovanna Phum og heimsótti hid alraemda S-21, hinar leinilegu fangabúdir Khmer Rouge í Phnom Penh, en tad mun ég skrifa um í naestu faerslu.


Fyrstu dagarnir

Tessi ferd er búin ad vera í skipulagningu í morg ár, eda frá jólum 2002 tegar ég kom fyrst til Kambódíu. Sjaldan hefur eitt land haft svona mikil áhrif á mig á svona stuttum tíma, mjog stuttum tíma. Ég var adeins í um trjá daga í Siem Reap, einni af stearstu borgunum í nordur hluta landsins. Mun aldrei gleyma rútuferdinni, ef svo skildi kalla. 12 tímar í nestisboxi á hjólum á veg sem líktist helst til svissneskum osti. Íslendingar hafa í lengri tíma kvartad yfir ástandinu á vegunum heima, og eiga teir fullan rétt á tví, en tetta var bara fáránlegt. Hélt ad innyflin myndu hreinlega hossast út, ofan á tad var engin loftraesting og allri gluggar opnir. Var svo hrifin af litnum mínum tegar vid komum loksins á gistihúsid okkar, en tad vardi ekki lengi. Thvodist allt af, var bara drulla og skítur. Og ferdin versnandi fór, ad mér fannst. Hvar sem ég leit sá ég betlandi born, menn med útlimina sprengda í burtu af jardsprengjum og hreinlaetid var í algjoru lágmarki. Hef aldrei lidid eins illa sem ferdamanni, og hef ég ferdast nokkud. Mér fannst eins og ég vaeri ad nýta mér eymd annarra, vard hreinlega ad koma mer í burtu. En ádur en ég fór hét ég tví ad koma aftur, og tá ad gera eitthvad sem myndi hjálpa til ad baeta tetta ástand.

Kambódía, eins og morg onnur lond í Sud-Austur Asíu, virdist hafa gleymst. Lítid er skrifad um tad, sjaldan nefnt í fréttum og virdist týnast algjorlega tegar kemur ad thróunaradstod frá Íslandi. En tetta er mogulega ad breytast. Ferdalangar frá Íslandi og odrum tjódum eru meira og meira ad ferdast um tetta landsvaedi, og er hringurinn um Taeland, Vietnam og Kambódíu sérstaklega vinsaell. Vonandi verdur tetta til tess ad fólk fari ad íhuga vandamál tessara tjóda frekar.

Tegar Khmer Rouge tóku vold í Kambódíu 1975 upphófst eitt hid hrikalegasta tjódarmord sem sogur fara af, ekki einungist vegna tess hversu marga teir drápu (yfir 1 milljón manns) heldur einnig hvernig landid var gjorsamlega lagt í rúst og hversu mikdi íbúar landsins tjádust. Tegar teir voru reknir frá voldum 1979 var hreinlega ekkert eftir. Engir skólar, spítalar, varla vegir og engir peningar (teir voru brenndir). Enn tann dag í dag eru íbúar Kambódíu ad takast á vid vandamál vegna tessa og langt er enn í land.  Tad, aftur á móti, verd ég ad skrifa um seinna.


Um bloggiđ

Kambódía

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Mann- og ţróunarfrćđinemi viđ Háskólan í Edinborg.
Mars 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband