Khmer Arts Academy

Listalífid hér í Phnom Penh er hreint út sagt ótrúlegt. Hefdi ekki trúad tví fyrr en ég sá tad sjálf en tad er alltaf eitthvad nýtt og spennandi ad gerast. Opnun á listasýningum, fyrirlestrar og allskonar danssýningar. Og á laugardaginn voru morg met slegin í minni bók, og er tad frekar erfitt ef eitthvad er.

Ég fór á leiksýningu sem Khmer Arts Academy (vefsíduna má sjá á tessari sídu) setti saman sem kallad var Spirit House. Tetta var samvinnuverkefni milli sjónlistamanna og danshóps Khmer Arts. Tad er varla haegt ad kalla tetta sýningu, tad er of lítid ord, tetta var meira eins og listapartí. Maett var klukkan 4 og lauk tessu ollu saman klukkan 730 ad kvoldi til. Fyrst gatum vid skodad listaverk sem voru á vid og dreyf um svaedid, sídan sesst og horft á klukkutíma danssýningu og sídan var bodid upp á mat og drykk, verdur varla betra.

Tad besta vid tetta allt saman var svaedid sjálft. Upprunalega byggt sem hugleidslumistod fyrir tá sem hallast ad búddatrú en fyrir ári sídan var tad tekid í notkun sem aefingasvaedi og hofudstodvar fyrir Khmer Arts. Tad er varla haegt ad lýsa tessu, var hreinlega ótrúlegt. Fyrst af ollu var yfirbyggt dansgólf tar sem áhorfendur sátu allt í kring og útskornar styttur umkringdu alla bygginguna. Í bakgrunninum eru sídan fjórar risastórar styttur af gydjum og gudum. Ad sitja tarna, úti, vid sólsetur í tessu umhverfi var mikil upplifun, eitthvad sem mun orugglega aldrei endurtaka sig. Myndir munu koma eins fljótt og audid er, ég get bara ekki lýst tessu nógu vel, vantar hreinlega ord yfir tetta.

En ég lét mér tetta ekki neagja, eyddi midvikudeginum og fimmtudeginum ad horfa á aefingar hjá Khmer Arts. Dansararnir, allt konur, maeta á svaedid klukkan 8 á morgnana (ég adeins sídar) og donsudu stanslaust til 11. Maeta sídan aftur klukkan 2 eftir hádegi og dansa til 4. Tetta er full vinna, og hreint út sagt ótrúlegt hversu haefileikaríkar tessar konur eru. Ég sat tarna alveg agndofa allan tímann, tad er ekkert verid ad slaka á tótt ad tetta séu aefingar, tad er allt sett í botn. Komst sídan ad tví sídar ad tetta voru fyrstu aefingarnar teirra á tessu verki, hofdu reyndar dansad tad ádur (fyrir um sex mánudum). Ég get sko sagt ykkur ad ég hélt ad taer hofdu verid ad dansa tetta verk stanslaust í mánudi. Eitt af tví ótrúlegasta vid Khmer Arts er ad í tessum samtokum eru tvaer konur sem voru taer fyrstu til ad útskrifast frá Royal University of Fine Arts eftir ad Khmer Rouge var steypt af stóli, tear voru í sjo manna hópi og eru taer einu sem dansa enn í dag, ein sem kennari og ein tekur tátt í sýningum. Á milli teirra er meira en 40 ára reynsla af dansi og er hún algjorlega ómetanleg, tetta er akkúrat tad sem tarf ad gerast hér í Kambódíu til ad styrkja og endurbyggja danshefdir landsins: Haefileikaríkt fólk sem tekur virkan tátt í ad tjálfa sá sem yngri eru.

Hef verid ad spjalla mikid vid allskonar fólk um hvernig danstjálfunin fer fram og flestir byrja í kringum tíu ára aldurinn og aefa stodugt, jafnvel tá. Morg hafa líka sagt mér ad fyrstu 3 árin séu tau erfidustu tar sem tau turfa ad aefa hreifingar sem eru mjog sérstakar og einstaklega erfidar t.d. ad beygja puttana eins langt aftur á handabak eins og mogulega haegt er. Ekki skrýtid ad tau séu svona haefileikarík, aefingin skapar greinilega meistarann.

Fyrir utan allt tetta gengur súrrealíska lífid hér í borginni sinn vanagang. Ótrúlegt hvad madur getur séd á gotum borgarinnar. T.d. var ég í dag ad bída á gotuljósum og sá mann á mótorhjóli skrensa svo harkalega ad hann skaust af hjólinu. Sá fyrir mér stórslys, allaveganna mannfjolda koma og hjálpa manninum. Tad var ekki svo dramatískt, langt í frá. Madurinn stód bara upp, hló med sjálfum sér og skellti sér aftur upp á hjólid (var ekki einu sinni med hjálm). Er ekki einu sinni viss um ad fólk hafi tekid eftir honum. Mótorhjólaslys og onnur umferdaslys eru mikid vandamál í Kambódíu. Tad er engin ein ástaeda heldur fjolmargar: lítil hjálmanotkun, oryggisbelti ekki notud, fólk tredur sér inn í bíla og ég hef séd heilu fjolskyldurnar á lítilli skellinodru, tar á medal lítil born. Ekki hjálpa sídan hormulegu vegirnir. Tad er margt sem madur lítur á sem sjálfsagdan hlut, kannski of audveldlega.

Deginum í dag var eytt í vidtol og fór sídan aftur á sýningu hjá Sovanna Phum, en tad mun ég segja frá sídar. Dagurinn hefur verid langur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Kambódía

Höfundur

Sigríður Jónsdóttir
Sigríður Jónsdóttir
Mann- og ţróunarfrćđinemi viđ Háskólan í Edinborg.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 254

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband